PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Evrópa

Hvort sem þú leitar að menningu og listum eða sól og strönd þá hefur Evrópa upp á allt að bjóða. Þú getur notið þess að dvelja í sveitarómantíkinni í Bretlandi, farið til Frakklands og sötrað vín á kaffihúsum eða drekkt í þig menningu á söfnum. Ítalía tekur á móti þér með heimsfrægri matarmenningu og listum, Portúgal býður þér að heimsækja elstu borg Evrópu og Króatía og Grikkland geta boðið þér í eyjahopp eins og enginn sé morgundagurinn.

Njóttu þess að dekra við þig í Evrópu og skoða minjar og menningu. Evrópa er paradís fyrir mataráhugamanninn sem nýtur þess að setjast á útiveitingastað og skoða mannlífið á meðan hann nýtur matar og víns í botn. Miðjarðarhafið og eyjar með ströndum og fornum minjum eru einstakar í Evrópu og þú munt svo sannarlega ekki sjá eftir dvöl þinni í hvaða Evrópulandi sem er.