PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Bali & Lombok

Balí & Lombok er að finna í fyrsta flokks eyjaparadís Indónesíu þar sem þú getur notið frísins til hins ýtrasta. Indónesía samanstendur af yfir 17.000 eyjum sem er hver annarri fegurri en eiga það vissulega sameiginlegt að vera suðræn paradís.

Indónesía býr yfir fegurð hrísgrjónaakranna, einstökum búddahofum, drauma köfunarsvæðum, dásamlegum ströndum sem og stærstu eðlu heims, Komodo drekanum. Þekktasta eyjan er Balí með menningu, listir og undursamlegar strendur. En einstakt er að fara líka á svörtu eldfjallastrendurnar á Lombok eða heimsækja Sumba sem er hrein og bein útópía. Lombok er ekki eins þekkt og Balí en þaðan er jafnvel hægt að fara í stuttar ferðir á einkabátum til Gili Islands eyjanna eða Moyo sem eru griðarstaðir frá nútímalífi með fallegum hvítum ströndum og einstakri ró.

Njóttu þess að gæða þér á ferskasta sjávarfangi heims sem er grillað fyrir þig á meðan þú slakar á og hlustar á öldurnar skella á ströndinni.