PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Fáðu innblástur

Heimurinn er stór og möguleikarnir eru margir. Hér að neðan má finna dæmi um ferðir sem við bjóðum upp á hvort sem þú ert að leita að framandi menningu, fallegri náttúru eða seiðandi ströndum þá er víst að allir geta fundið innblástur hér.

Allar okkar ferðir eru einstakar þar sem þínar þarfir eru í fyrsta sæti. Öll höfum við mismunandi væntingar, öðruvísi sýn og sérstakar óskir - þess vegna sérhönnum við hverja ferð að þínum þörfum.

Einnig er hægt að finna fleiri áfangastaði sem við bjóðum upp á hér.

PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Seiðandi strendur Maldíveyja og lúxus eyðimerkur upplifun í Dubaí

Ef þú ert að leita af hinni fullkomnu brúðkaupsferð í hreinni paradís eru Maldíveyjar staðurinn fyrir þig. Njóttu friðarins í sól og sælu í villu sem er byggð yfir kristaltærum og bláum sjónum á fimm stjörnu lúxushóteli. Á leiðinni til Maldiveyja er í boði að stoppa í eina nótt í Dubaí og njóta þess að fara í eyðimerkursafarí þar sem farið verður á úlfaldabak og snætt 6-rétta máltíð í lúxustjaldbúðum þar sem ekta miðausturlensk stemming ræður ríkjum. 

PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Lúxus safarí í Tanzaníu & strendur Zanzibar

Það er óhætt að segja að Tansanía er hin fullkomna blanda af safarí og seiðandi ströndum. Tansanía býr yfir nokkrum af fægustu þjóðgörðum Afríku þar sem hver þjóðgarður er með sitt sérkenni og sjarma. Það er ólýsanleg upplifun að keyra um þjóðgarðana og fylgjast með dýrunum í sínu náttúrulega umhverfi og það sem betra er í algjörum lúxus og vellystingum. Heilsaðu uppá Masaii fólkið sem lifa frá allri siðmenningu eins og við þekkjum hana í dag og fylgstu með dýrunum í sínu náttúrulega umhverfi áður en þú heldur í lúxus tjaldbúðirnar þínar í slökun eftir ævintýri dagsins. Til að fullkomna ævintýralega daga um sléttur Tansaníu er tilvalið að enda ferðalagið á eyjunni Zanzibar, sem liggur um 50 km fyrir utan meginland Tansaníu. Zanzibar er þekkt fyrir að búa yfir fallegustu ströndum heims, litlum og sjarmerandi smábæjum og einstakri menningu.

PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Matur & menning í Puglia héraði á Ítalíu

Ef þú ert að leita eftir algjörri friðsæld og stuttu ferðalagi fjarri hinum venjulegu ferðamannastöðum er Puglia héraðið rétti staðurinn fyrir þig. Í þessari ferð færðu að upplifa ekta ítalska menningu umkringdur vín- og ólífuekrum og fallegum litlum þorpum með mikla sögu. Gist verður á 5* lúxushótelinu Masseria San Domenico sem er einstaklega sjarmerandi. Hótelið var byggt á fimmtándu öldinni af riddurum frá Möltu og gengdi það hlutverki varðturns gegn Tyrkneskum innrásarher. Síðar varð húsið að sveitabæ og er í dag þetta glæsilega 5* hótel. Umhverfis hótelið eru víðamiklir ólífuakrar og er erfitt að finna betri stað til þess að nærast á líkama og sál. Dögunum verður eytt í að skoða nálæg þorp, taka hjólatúr um sveitina, skyggnast inn í matar- og vínmenningu héraðsins með skipulögðum dagstúrum með þínum einka leiðsögumanni. Að auki býr hótelið yfir glæsilegri heilsulind, æfingasal, tennisvöllum og 18 holu golfvelli. Einnig er stutt að fara á strönd hótelsins og er hægt að nota golfbíla og reiðhjól hótelsins til þess að koma sér áleiðis.

PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Saga, náttúra & strendur Tælands

Ef þú vilt upplifa allt það besta sem Tæland hefur uppá að bjóða í einni ferð er þetta hin fullkomna ævintýraferð fyrir þig. Fyrstu dögunum er eitt í líflegu borginni Bangkok þar sem stórkostleg hof og musteri eru skoðuð og fjölbreyttir markaðir þræddir. Eftir að hafa verið í Bangkok í 2 nætur er haldið áleiðis til Kanchanaburi í tveggja daga ævintýraferð þar sem þú færð að upplifa einstaka náttúru og framandi menningu. Næst á dagskrá er hin forna höfuðborg tælands, Aytthaya, áður en haldið er til hinnar friðsælu fjallaborgar Chiang Mai. Chaing Mai bíður uppá einstaka náttúru, óendanlega falleg hof og afslappað andrúmsloft. Hér færð þú tækifæri til þess að kynnast long-neck fólkinu í Karen þorpinu, eyða tíma í fílabúðum í einstakri nálægð við þessi stórkostlegu dýr eða rölta um markaði borgarinnar. Eftir stífa dagskrá síðustu daga er haldið í langþráða slökun á paradísareyjunni Koh Yao Noi, sem er ein af fáum eyjum Tælands þar sem enn er hægt að njóta dásamlega friðsæls umhverfis. Hér getur þú notið tímans í villunni þinni, kíkt á ströndina, tekið bátsferð til nærliggjandi eyja eða jafnvel leigt veispu og skoðað afskekkt svæði og regnskóga.