PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Frakkland

Þú munt njóta hverrar mínútu sem þú dvelur í Frakklandi, hvort sem þú velur rómantísku París, ilmandi Provence eða glæsilegar strendur á Frönsku Ríveríunni, Cote d'Azur. Lokaðu augunum og ímyndaðu þér að vakna á morgnana og horfa út um gluggann á grösuga víngarða og fara svo út í daginn og njóta sveitasælunnar í afslöppuðu umhverfi í vínhéruðum Frakklands. Þú getur líka drukkið í þig menningu og skoðað söfnin í París - farið á Louvre og virt fyrir þér verk eftir da Vinci, Bernini og Michelangelo eða skellt þér í búðaráp og farið í Coco Chanel á Rue Cambon götunni. Þar sem við erum nú komin til Frakklands má alls ekki gleyma kampavíninu eða töfrandi sveitunum frá Grasse til Gourdes. Sveitirnar einkennast af smáþorpum með litlum húsum, lúxushíbýlum og heillandi litlum veitingastöðum. Enn fremur geturðu skellt þér á Frönsku Rívíeruna og dýft tánum í ylvolgan sjóinn og sötrað vín á ströndinni.

Njóttu þess að drekka í þig lúxus og lystisemi í Frakklandi.