PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Grikkland

Forn-Grikkland var hjarta siðmenningar með hugsuðum, vísindamönnum og leikhúsum. Grikkland nútímans ber það svo sannarlega með sér, þar sem þú greinir um allt sögulega staði og rústir. En Grikkland einkennist einnig af töfrandi landslagi, fallegum ströndum, gestrisnu fólki og sól. Höfuðborg landsins, Aþena, er lífleg og þekkt fyrir fornar minjar eins og Acropolis hæð og Parthenon. Fjölmargar fornminjar eru á goðsagnakennda Pelópsskaganum og Halkidiki er fagurt dreifbýli sem vert er að heimsækja. En Grikkland er sérlega þekkt fyrir allar eyjarnar sem þar eru og margbreytileika þeirra. Krít er stærsta eyjan og þar geturðu heimsótt rústirnar við Knossos höllina, notið sólarinnar á ströndinni eða skoðað friðsæl þorp og notið sveitarinnar. Á Mykonos og Santorini eru hvítþvegin þorp þar sem húsin steypast niður hlíðarnar niður til fallegra stranda og spegilslétts hafsins. Rhodos er svo sérlega þekkt fyrir strandirnar og fullkomna köfunarstaði.

Njóttu þess að sigla á snekkju milli eyja um Miðjarðarhafið og dvelja í lúxusvillum þar sem matur og menning ráða ríkjum.