PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Bókanir

Við viljum vera alveg viss um að allt ferlið við að bóka ferð hjá okkur gangi eins vel og mögulegt er. Til þess að það gangi þurfum við ýmsar upplýsingar svo að þín upplifun á fríinu verð sem best. Þannig getum við sérsniðið ferðina að þínum þörfum, hvað þú vilt gera, hvernig þú vilt ferðast og á þínum hraða.

Hér eru nokkrir punktar:

  • Til hvaða lands viltu ferðast?
  • Hvaða dagsetningar henta best?
  • Hve margir ferðast með þér og hver er aldur ferðalanga?
  • Áhugamál og heilsufar ef við á
  • Hvað má ferðin kosta? Við munum vinna í kringum þann ramma sem þú gefur upp
  • Er eitthvað tilefni? Afmæli, brúðkaupsafmæli eða viltu koma einhverjum á óvart?

Eftir að þessum upplýsingum hefur verið komið til okkar byrjar okkar vinna við að setja upp draumaferðina þína. Í framhaldinu munum við senda á ykkur ferðatilhögun sem við munum svo fara yfir með þér. Þér er auðvitað óhætt að koma til okkar í kaffi og við bjóðum líka uppá að starfsmaður frá okkur komi í heimsókn til ykkar til að fara yfir ferðina.

Með sérstöðu okkar og samböndum viljum við tryggja að sérferðin þín verði sú allra besta sem þú hefur upplifað. 

Sendu okkur línu hér eða í gegnum info@pli.is