PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Karabíska Hafið

Karabíska hafið er hin fullkomna blanda af sól, ströndum, rommi og tónlist. Yndislegur staður til að njóta lífsins, skemmta sér og slaka á. Í Karabíska hafinu úir allt og grúir af eyjum en uppáhaldseyjarnar okkar eru St Barts, Bandarísku Jómfrúaeyjarnar, St. Martin, Turks & Caicos, Jamaíka, Púertó Ríkó og Kúba. Eyjarnar í Karabíska hafinu hafa hver sinn einstaka karakter og bjóða upp á breytileika í menningu, matvælum, afþreyingu og veðráttu. En eitt geta þær allar sammælst um en það er afslöppum og ánægja. Dormaðu á fallegum ströndum, röltu um skemmtilega markaði eða sötraðu á kokteilum í fallegu umhverfi.

Karabíska hafið er himnaríki fyrir alla sem að elska hvítar strendur. Komdu í ferð með okkur og við leiðum þig inn í fjársjóði Karabíska hafsins.