PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Argentína

Argentína er stórfenglegt land sem er einstaklega ánægjulegt að heimsækja. Fyrsta stopp er yfirleitt í Buenos Aires sem oft er kölluð „París Suður-Ameríku” þar sem útikaffihús liggja meðfram breiðstrætum og rómantísk tangó tónlist lífgar upp á landann. Mörg af bestu söfnum Suður-Ameríku eru í borginni ásamt leikhúsum, listasöfnum og hönnunarbúðum. Njóttu þess að skoða Iguazú fossa og Iberá mýrarnar eða fara í norð-vestur hluta landsins þar sem eru ekta rykugir kúrekabæir, kaktusar og sveitakirkjur. Í Cordoba nýturðu þess að anda að þér fersku lofti, slaka af í þorpum, borða heimamat og eiga ævintýri í Andesfjöllum. Hér geturðu dvalið í einkahúsum og notið þess að fara í göngu- eða reiðtúra. Vestur af Andesfjöllum eru svo vínhéruðin í Mendoza og við landamæri Chile finnurðu vatnið Lake District með einstöku útsýni yfir fjöllin allt í kring. Á Patagonian sléttunum eru svo snæviþakin fjöll, falleg vötn og stórfenglegir jöklar og ekki má gleyma „enda veraldar” á Tierre del Fuego skaganum með Cape Horn þar sem Atlantshaf og Kyrrahaf mætast.