PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Asía

Litir, matur, menning, strendur og pálmatré einkenna Asíu. Hvert sem ferð þinni er háttað þá miðum við að því að þú njótir þess að slaka á og upplifa skemmtilegt frí. Njóttu þess að koma endurnærð(ur) úr fríinu sem við skipuleggjum fyrir þig. Þú getur notið þess að fara um eyjar í Indónesíu og Tælandi, skoðað dásamlegar kalksteina eyjar á Halong Bay í Víetnam, verið á einkahúsi á Maldíveyjum og að sjálfsögðu kafað á öllum þessum stöðum sem og fleirum.

Asía býður upp á svo ótal marga möguleika, þú getur upplifað einstaka og framandi menningu í Tælandi, Víetnam, Indónesíu og Indlandi eða notið þess að lifa í vellystingum í Oman eða Dubai. Skoðaðu áfangastaðina okkar og láttu okkur vita hver draumastaðurinn þinn er og við sníðum ferðina eftir þínum þörfum og löngunum svo þú getir notið hverrar mínútu.