PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Marokkó

Aðeins um nokkurra klukkustunda flug frá Spáni eða Bretlandi ertu komin í aðra veröld og má segja að þú sért staddur í ævintýrinu 1001 nótt. Í Marokkó er endalaust af ströndum, pálmatrjám, eyðimörkum, dramatískum fjöllum og heillandi menningu. Marrakesh, höfuðborg Marokkó, er ein mest töfrandi borg Afríku; litrík, lífleg og með iðandi mannlíf. Það jafnast ekkert á við það að kíkja á fornfræga markaðstrogið Jamaa el Fna og sjá eldgleypa, slöngur og galdrameistara.

Þó svo að það sé stórskemmtilegt að þræða markaði að þá snýst ferðalag til Marokkó um miklu meira en það. Upplifðu stórkostlegt útsýni Atlas fjallanna, stórbrotnar fjallshlíðar, kletta, djúp gljúfur, dali og vötn. Upplifðu volduga og endilausa Sahara eyðimörkina á úlfalda eða eyðimerkursafarí. Kíktu á lítil smáþorp, drekktu myntu-te, farðu í Hammam (gufubað) eða flatmagaðu á ströndinni í Agadir.