PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Dubaí

Dubaí er gimsteinninn sem glitrar í austri. Staðurinn þar sem ekkert er ómögulegt. Landið einkennist af háum skýjakljúfum, hafi, fallegum sandströndum og eyðimörkum. Andstæður sem samræmast á heillandi máta. Dubaí er svo sannarlega draumaáfangastaður fyrir fjölskyldur. Þar finna allir eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er að njóta þess að liggja á ströndinni, leika sér í sjónum, skella sér í reiðtúr á kameldýri, fara í skemmtigarða eða í golf. Unnt er að gæða sér á dýrðlegum vestrænum mat eða versla gimsteina og hönnun í verslunarmiðstöðunum í Dubaí.

Í Dubaí snýst lífið um að njóta og leika sér hvort sem þú ert barn eða fullorðinn.