PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Koh Yao Noi

Koh Yao Noi eyjan er svo sannarlega suðræn paradís og er hún ein af fáum eyjum Tælands þar sem þú getur enn  notið dásamlegs friðsæls umhverfis. Staðreyndin er sú að Tæland er vinsæll ferðamannastaður og margir staðir mettaðir af stórum hótelum og iðandi næturlífi. Koh Yao Noi er hins vegar róleg, frekar óspillt af ferðamönnum og þar geturðu notið þess að slaka á í landslagi sem er óborganlegt. Friðsæld er í fyrirrúmi og er lítið um næturlíf á eyjunni. Þrjú lúxushótel eru á eyjunni og nokkrar hugleiðslustöðvar. Hat Yao og Buddha Beach eru fyrsta flokks strandir fyrir sólþyrsta. En einnig er einstaklega gaman að leigja vespu til að skoða afskekkt svæði og regnskóga. Eða fara í bátsferðir til nærliggjandi eyja svo sem á eyðistrendurnar á Koh Yaho Noi eða kíkja á lónin á Koh Roi og Koh Kadu.

Ef þú leitar að ró og næði, sól og strönd þá er Koh Yao Noi svo sannarlega áfangastaðurinn fyrir þig.