PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Púertó Ríkó

Púertó Ríkó er líflegasta eyjan í Karabíska hafinu. Um fjórar milljónir manna búa á Púertó Ríkó og hafa þau svo sannarlega náð að samræma tónlist og skemmtun inn í líf sitt. Öllum gestum eyjarinnar er boðið að taka þátt í skemmtuninni. Fögur fjöll, regnskógar, hvítar sandstrendur og lifandi menning einkenna Púertó Ríkó. Ólík menning hefur blandast þar saman í gegnum árin og þar með talið karabísk, spænsk, afrísk og bandarísk. Áhrifanna gætir m.a. í sögulegum byggingum og minnismerkjum en einnig í tónlistinni. Þú munt heyra tónlist leikna á bongótrommur, salsa tónlist og svokallaða Reggaeton sem er blanda af hipp hopp, suðuramerískri og karabískri tónlist. Bestu golf- og tennisvellir karabíska hafsins er að finna á Púertó Ríkó ásamt frábærum lúxus strandhótelum og einstökum og friðsælum gistiheimilum.