PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Suður Ameríka

Suðrænir tónar, heillandi landslag, regnskógar og heimsfræg vín er meðal annars það sem einkennir þessa stórfenglegu heimsálfu. Þú getur valið um svo ótal margt þegar þú ferðast til Suður-Ameríku. Skelltu þér til Brasilíu og dansaðu salsa á ströndinni eða vertu tignarleg(ur) í tangó í Argentínu. Bólivía og Perú eru einstök lönd með menningu Inkanna alls ráðandi og þar með talið Machu Picchu. Eða farðu í salteyðimörkina á landamærum Bólivíu og Chile. Magnað landslag og dýraríki eru allsráðandi í Suður-Ameríku og þar með talið á Galapagos í Ekvador að ógleymdum dásamlegum vínhéruðum meðal annars í Chile og Argentínu. Þú getur ferðast öfganna á milli í Suður-Ameríku og heimsótt regnskóga eða notið þess að baða þig í sjónum og sett tærnar upp í loft á ströndinni.