PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Brasilía

Rio de Janeiro er án efa ein af líflegustu og fallegustu borgum heims með töfrandi útsýni frá Sugarloaf fjalli. Strendurnar Ipanema og Copacabana eru á lista hjá mörgum yfir strandir sem þeir verða að heimsækja yfir ævina en auk þeirra eru ógrynni af fallegum og ævintýralegum ströndum sem finna má víðsvegar eftir endilangri strandlengju Brasilíu. Í Brasilíu má finna ótalmarga gamaldags og sjarmerandi smábæi með mikla sögu; Frá demants- og gullnámubænum Minas Gerais til gamalla hafna í Bahia fylki. Það er augljóst að litrík fortíð Brasilíu skín í gegn í fjölbreyttu menningu þeirra, öllu fallegu gamaldags byggingunum og með öllu lífsglaða fólkinu. Fyrir utan magnaðar strendurnar og líflega menningu er landið einnig þekkt fyrir mikla náttúrufegurð með Amazon skóginn í fararbroddi. Njóttu náttúrunnar, labbaðu meðfram Iguazu fossunum og virtu fyrir þér litskrúðuga fugla. Dillaðu þér við samba með kokteil í hönd á Copacabana ströndinni í Rio eftir að hafa farið í ferð upp á Sugarloaf fjall og upplifað magnaðasta útsýni sem þú hefur nokkurn tímann séð.