PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Ekvador & Galapagos

Þrátt fyrir að smægð landsins þá er svo margt að sjá í Ekvador. Litríkir markaðir, heillandi plantekrur, fallegir nýlendubæir, hæsta virka eldfjall heims svo ekki sé minnst á Amazon regnskóginn. Í þokkabót geturðu hoppað upp í flugvél og farið í þjóðgarðinn á Galapagos eyjum þar sem er einstakt dýralíf. Menningin í Ekvador er engri lík, blómlegt Indíana samfélag með mörkuðum þar sem forn menning er höfð í fyrirrúmi. Þrátt fyrir að Ekvador sé bara rétt um 35 km frá miðbaugi þá er ekki of heitt þar heldur fallegt vorveður allt árið um kring. Einungis um klukkustund frá höfuðborginni Quito er heimur eldfjalla og fjallgarða ásamt hæsta virka eldfjalli heims, Cotopaxi eldfjallinu í þjóðgarðinum Cotopaxi. Dýralífið, menningin, veðursældin og náttúrufegurðin gerir Ekvador að fullkomnum áfangastað fyrir fjölskyldur.