PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Tansanía

Það er óhætt að segja að Tansanía er hin fullkomna blanda af safarí og seiðandi ströndum. Tansanía býr yfir nokkrum af frægustu þjóðgörðum Afríku; Tarangire, Ngotongoro gljúfri og hinum stórfenglega Serengeti, þar sem hver þjóðgarður er með sitt sérkenni og sjarma. Fyrir utan frægu þjóðgarða landsins með hinu fjölbreytta og framúrskarandi villta dýralífi er eitt umfram annað sem landið er þekkt fyrir; Maasai ættbálkurinn. Maasai ættbálkurinn eru hirðingjar sem lifa frá allri siðmenningu eins og við þekkjum hana í dag í nálægð við dýrin og náttúruna.

Tanzanía býr einnig yfir fallegustu ströndum heims og má þá helst nefna eyjaklasann Zanzibar sem liggur um 50 km fyrir utan meginland Tansaníu. Zanzibar býr yfir unaðsslegum ströndum með hvítum fínum sandi og kristaltærum blágrænum sjó, gömlum og sjarmerandi smábæjum og einstakri menningu. Hinn fullkomni staður til þess að slaka á og njóta eftir ævintýralega safarí ferð um sléttur Tanzaníu og heimsókn í Maasai þorp.