PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Jamaíka

Jamaíka er þriðja stærsta eyjan í Karabíska hafinu og er hún talin af mörgum vera sú fegursta á svæðinu með fjölbreyttu og gróðursælu landslagi. Eitt er víst að Jamaíka er stórkostlegur staður og frí þar verða svo sannarlega eftirminnileg. Á Jamaíka er að finna Blue Mountains fjöllin sem ná yfir þvera og endilanga eyjuna en þaðan kemur eitt dýrasta kaffi heims. Umhverfis fjöllin og í regnskógunum eru heimkynni yfir 250 fuglategunda og yfir 3000 tegunda suðrænna planta. Á Jamaíka færðu fyrirtaks romm úr sykurreyr en á meðan á dvöl þinni stendur verður þú líka að prófa þjóðarrétt Jamaíka sem er gerður úr ackee ávextinum og saltfiski. Jamaíka er fyrrum bresk nýlenda og þar geturðu upplifað suðræna paradís með nýlendubyggingum, krikket og síðdegis tei í bland við reggí tónlist sem ómar allt í kring.