PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Perú

Perú er svo sannarlega land fornar siðmenningar og þjóðsagna. Einstaklega líflegt og litríkt land bæði af menningu, tónlist og náttúruperlum. Arequipa er einstök borg þar sem þú getur skoðað Santa Catalina klaustrið og nálægt safn með inka múmíunni Juanita. Frá Arequipa er hægt að fara í ferð niður í 3 km djúpa Colca gilið þar sem kondór fuglinn verpir og svífur yfir höfði þér. Þú getur ekki sleppt því að fara til Cusco fyrst þú ert í Perú en þar blandast saman spænsk og inka menning en frá Cusco liggur leiðin líka til týndu inkaborgarinnar Machu Picchu. Í Perú er líka hæsta vatn veraldar, Lake Titicaca og Amazon regnskógurinn með einstöku lífríki og vert er að skoða líka dularfullu Nazca línurnar sem eru ristaðar í þurra eyðimerkurlandslagið í vestur-Perú.

Þú verður ekki fyrir vonbrigðum af því að heimsækja Perú, undursamlegt land sem geymir ótrúlega menningu.