PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

St. Barts

Langar þig í ekta fransk-karabískt frí? Þá er St. Barts svo sannarlega áfangastaðurinn fyrir þig.

Við erum að tala um að allt það besta frá Frakklandi hefur verið flutt á þessu litlu eyju í Karabíska hafinu. Franska menningin blandast síðan við karabíska menningu og getur þú fengið dýrindis mat sem er blanda af kreóla og franskri matargerð á veitingastöðum eyjunnar sem fær bragðlaukana heldur betur til að dansa. Unnendur kvikmynda vilja jafnvel sækja St. Barts kvikmyndahátíðina sem er haldin ár hvert í apríl.