PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Indland

Líflegir litir og krydduð lykt er það fyrsta sem mörgum dettur í hug þegar þeir hugsa um Indland og er það svo sannarlega rétt. Indland er vinsæll áfangastaður fyrir bæði bakpokaferðalanga sem og þá sem vilja njóta þess að lifa í lúxus vellystingum. Indland hefur upp á svo margt að bjóða. Snæviþakin Himalaya fjöllin, eyðimerkurnar í Rajasthan, regnskógana í Madhya Pradesh, litríkt hafið og suðrænar strendur við Kerala svo eitthvað sé nefnt. Þú getur dormað á ströndinni, skoðað menningu, musteri og söfn á borð við Agra og Taj Mahal, farið í eyðimerkursafarí eða skellt þér á markað og sest niður hjá næsta götusala og gætt þér á dýrindis mat með framandi kryddum. Einnig geturðu ferðast til Ayurveda svæðiðins og sökkt þér inn hugleiðslu og jóga.

Þetta sögulega land er svo ríkt af menningu, mat og náttúru að það er ógleymanlegt að ferðast þar um og njóta frísins.