PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Chíle

Chíle er lengsta og þynnsta land veraldar með magnaða og margslungna náttúrufegurð. Allt frá rauðum eyðimerkum í norðurhluta landsins til óvenjulegra granít fjallatoppa og jökla í suðurhlutanum. Hér finnur þú fjölbreytt landslag með þurrustu eyðimörk heims, fagrar vínekrur, snæviþakin eldfjöll, dramatíska granít toppa á Torres del Paine og eyjuna Chiloé. Frá Chíle geturðu hoppað upp í flugvél og heimsótt Páskaeyju sem er einn afskekktastu stöðum heims.

Höfuðborg Chíle, Santiago, er í miðju landinu á einu frjósamasta vínframleiðslusvæði veraldar. Þaðan geturðu farið til Lake District þar sem blá vötn ráða ríkjum með fallegum fossum og heitum hverum. Lengra suður á bóginn  er Patagonía og frægasti þjóðgarður Chíle, Torres del Paine þar sem granít turnar tróna yfir vatnadölum, fossum, jöklum og ísjökum. Fullkomin andstæða er svo Atacama eyðimörkin sem er einna fallegust við sólarupprás og sólsetur þegar himininn verður appelsínugulur og gullinn.

Njóttu þess að dvelja í þessu töfrandi landi andstæðna.