PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Bretland

Flestir sem heimsækja Bretland lenda í höfuðborg Englands, London. Í London leiðist engum því borgin er full af áhugaverðum stöðum, verslunum, veitingastöðum og heimsfrægum leikhúsum svo eitthvað sé nefnt. Sveitasælan í kringum London býður gesti velkomna með sögufrægum borgum eins og Oxford, Cambridge og Bath ásamt suðurströndinni með fögrum smáborgum, ströndum og glæsilegum hótelum. Sögufrægir bæir, mýrlendi, kastalar, stórfengleg strandlengja og glæsilegir þjóðgarðar eins og Lake District einkenna Norður-England og Wales en Wales er einnig þekkt fyrir að vera með eitt fjölbreyttasta landslag Evrópu. Skotland er svo rómað fyrir sekkjapípur, skotapils og töfrandi landslag með háum fjöllum. En í kringum höfuðborg Skotlands, Edinborg, eru líka heimsfrægir golfvellir.

Komdu og njóttu þess að láta dekra við þig á Bretlandi hvort sem þú vilt menningu og listir eða sveitasælu og slökun.