PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Óman

Oman er land þar sem menning og sambönd austurs og vesturs mætast. Stórfenglegt land sem einkennist af pálmatrjám, svörtum fjöllum, þorpum með leirbornum húsum, virkjum og kastölum frá miðöldum. Andstæður mætast í Oman, annars vegar eyðimerkur og sandhóla landslag og hins vegar sægrænn sjórinn og hreinar og fallegar strandir. Njóttu þess að kafa með höfrungum eða sjá heimsfrægar óperur undir berum himni. Oman er einstakt land, úr alfaraleið og með einstaklega vinalegum íbúum.