PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Ferðaöryggi

Þegar ferðast er erlendis getur verið flóknara að takast á við hlutina í framandi umhverfi og er því gott að hafa eftirfarandi í huga:

  • Hafa ferðaáætlun meðferðis sem aðstandendur vita af.
  • Hafa vegabréf og flugupplýsingar með í för ásamt ljósriti eða mynd í síma og/eða í tölvupósti.
  • Bólusetningar (Prívat og lúxusferðir Íslands veita allar upplýsingar og þjónustu hvað það varðar)
  • Tryggingar (Sjá hér nánari upplýsingar)
  • Sjúkrabúnaður eins og plástrar, sárabindi, flugnafæla, verkjalyf, sótthreinsiefni, sykurtöflur við miklum niðurgangi, B-sterkar vítamín sem fyrirbyggjandi fyrir flugnabiti, persónuleg lyf og upplýsingar um þau, sólarvörn og viðeigandi áburð ef húðin brennur.
  • Hafa persónuleg lyf bæði í handfarangri og ferðatöskum til að tryggja að lyf séu til staðar ef farangur týnist og muna að taka lyf á réttum tíma og borða reglulega.
  • Pakka verðmætum í handfarangur þar sem flest tjón vegna þjófnaðar erlendis verða á meðan taskan er í vörslu flugfélaganna.
  • Taka SOS kortið með og hafa SOS númerið +45 70 10 50 50 skráð í símanum þínum. Tvö eintök af neyðarkorti SOS eiga að fylgja öllum kreditkortum og á því er að finna öll þau símanúmer sem nauðsynlegt er að hafa við höndina ef eitthvað kemur upp á. Mælt er með því að hafa eitt kort í veskinu og annað í ferðatöskunni eða á hótelinu.
  • Taka evrópska trygginarkortið með ef ferðast er til Evrópulanda. Sótt um hér.
  • Setja ICE (In case of Emergency) fyrir framan þann einstakling í símaskrá símans þíns sem þú vilt að haft sé samband við ef eitthvað kemur uppá.
  • Nota næga sólarvörn og verja líkamann og höfuð með fatnaði.
  • Huga vel að vökvatapi og drekka mikið vatn. Einkenni vökvataps geta verið höfuðverkur, ógleði, svimi og máttleysi.
  • Velja matvæli sem eru vel elduð. Ís, klakar og kranavatn geta verið varasamt að neyta með tilliti til hættu á matareitun.
  • Hafa vörn ávallt í sjónmáli.
  • Sýna ávalt ábyrga hegðun.
  • Huga vel að eigum sínum eins og síma, peninga, myndavéla og korta. Mikilvægt er að nota öryggisskáp inn á hótelherbergjum fyrir verðmæti.
  • Kynna sér eldvarnir gististaðarins.
  • Tilkynna þjófnað til lögreglu í viðkomandi landi.
  • Halda til lækniskvittunum ef leita þarf til læknis.

 Ferðavernd er samstarfsaðili okkar varðandi bólusetningar ásamt því að veita ráðgjöf vegna ferðalaga erlendis.