Gleðilegt nýtt ferðaár!

3. janúar 2019

Við hjá Prívat Lúxusferðum Íslands viljum óska ykkur gleðilegs nýs árs með von um farsælt komandi ferðaár. Við þökkum kærlega sýndan áhuga og viðskipti á liðnu ári og förum full tilhlökkunnar inn í nýtt ár.

Í desember síðastliðinn fórum við í annað skipti á ILTM (International Luxury Travel Market) í Cannes...

Lestu meira

Komdu með okkur til Marokkó yfir jólin

9. maí 2018

Nú er ekki seinna vænna en að horfa til næsta veturs og skipuleggja næsta ævintýri. Jólin, tími samveru, eru einstaklega hentugur tími til þess að ferðast með fjölskylduna. Er ekki málið að breyta til og skella sér til Marokkó í stað þess að fara á hinu hefðbundnu ferðamannaströnd. Eftir stutt flug frá Spáni eða Bretlandi ertu komin í aðra veröld sem tekur þig inn í ævintýrið um 1001 nótt.

Lestu meira

Vetrarflótti: Framandi & hlýir áfangastaðir til þess að flýja veturinn

17. nóvember 2017

Yfir myrkustu mánuðina getur verið nauðsynlegt að komast í yl og hlýju á framandi stöðum. Við bjóðum upp á fjölmarga áfangastaði þar sem hægt er að blanda saman framandi menningu, sól, hita, strönd og suðrænni sælu. Við mælum sérstaklega með Tælandi, Víetnam, Brasilíu, Kúbu, Jamaica eða Indlandi.

Lestu meira

Frábærar móttökur og ILTM á næsta leiti

5. september 2017

Við tókum þá ákvörðun í upphafi að fara hægt af stað og láta orðsporið eitt og sér sjá um að koma okkur áfram og hefur það gengið vonum framar. Móttökurnar sem við höfum fengið frá því við byrjuðum í vor hafa verið frábærar og í raun algjörlega ómetanlegar. Þessi frábæra byrjun sem fyrsta prívat- og lúxusferðaskrifstofa Íslands er einnig að vekja athygli erlendis og hefur okkur verið boðið á eina af virtustu sölusýningu heims..

Lestu meira

Perlur Karabíska hafsins

4. ágúst 2017

Karabíska hafið er hin fullkomna blanda af sól, ströndum, rommi og tónlist. Yndislegur staður til að njóta lífsins, skemmta sér og slaka á. Í Karabíska hafinu úir allt og grúir af eyjum en uppáhalds eyjarnar okkar eru St Barts, Bandarísku Jómfrúaeyjarnar, St. Martin, Turks & Caicos, Jamaíka, Púertó Ríkó og Kúba.

Eyjarnar í Karabíska hafinu hafa hver sinn einstaka karakter og bjóða upp á breytileika í menningu, matvælum, afþreyingu og veðráttu. En eitt geta þær allar sammælst um en það er afslöppum og ánægja. Dormaðu á fallegum ströndum, röltu um skemmtilega markaði eða sötraðu á kokteilum í fallegu umhverfi.

Lestu meira

Upphafið

25. apríl 2017

Hugmyndin að Prívat Lúxusferðum Íslands er ekki ný af nálinni og hefur verið í mótun frá árinu 2010. Við höfum unnið á lúxusmarkaði á Íslandi frá árinu 2003 og hefur enginn á Íslandi farið í eins margar lúxusferðir um Ísland eins og Private Travel Iceland (PTI ehf.)

Lestu meira