PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Um okkur

PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS er ferðaskrifstofa sem býður upp á sérsniðnar ferðir út um allan heim hvort sem um er að ræða áfangastað, þjónustu eða ferðatilhögun í mestu þægindum sem völ er á. Á heimasíðunni gefur að líta ákveðna áfangastaði sem við mælum með og er ætlunin að veita innblástur. Ef þú hefur ákveðinn draumaáfangastað í huga er um að gera að hafa samband og við munum setja saman réttu ferðina fyrir þig. Margar af bestu minningunum eru skapaðar í fríinu og við viljum hjálpa þér að eignast fleiri ógleymanleg augnablik.

Við búum yfir starfsfólki með gríðarlega reynslu af því að vinna með sérferðir og lúxusferðir en síðustu ár höfum við einblínt á að kynna Ísland fyrir erlendum gestum. Nú höfum við tekið næsta skref og viljum við nýta þau sambönd, reynslu og þekkingu sem við höfum öðlast og kynna heiminn fyrir Íslendingum þar sem þeir geta ferðast í mestu þægindum sem völ er á, hvert sem er, hvenær sem er.

Við vinnum með mörgum af bestu ferðaskrifstofum í heiminum á borð við Abercrombie & Kent – Frontiers – Bailey Robinson og fleiri og munum nýta okkar tengslanet til að búa til hið fullkomna frí fyrir þig. Þú kemur til okkar með hugmynd og verðbil og við sníðum ferðina í kringum þig.

PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Starfsfólk

Alexandra Tómasdóttir

 

Styrmir Sigurdsson

 

Tómas Þorsteinsson

 

Sarah Quigley

Marco Silva

Jón Ólafur Sigurbjörnsson

Sendu okkur fyrirspurn á info@pli.is og við hjálpum þér að láta draumaferðina þína verða að veruleika.