PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Norður Ameríka

Norður-Ameríka hefur upp á svo ótal margt að bjóða. Þú getur valið um að fara í náttúrufegurðina í Kanada og notið þess að fara í fjallgöngur og hjúfra þig svo við arineld í fallegum fjallakofa eða skoðað heimsborgir eins og Quebec eða Vancouver. Bandaríkin bjóða svo upp á iðandi borgarlíf þar sem menning og matur er við völd sem og fallegar strendur og öfgafullir staðir eins og Miklagljúfur. Loks má ekki gleyma Karabíska hafinu þar sem sólskin og kokteilar dansa í takt við seiðandi tónlist á ströndinni. Eyjar eins og Jamaíka, Puerto Rico, St. Barts, St. Martin, Turks- og Caicos eyjar og Bandarísku Jómfrúareyjurnar bjóða þig svo sannarlega velkomin í hreina paradís.