PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Króatía

Króatía er sannkölluð perla Miðjarðarhafsins. Þú getur átt menningarnótt í Split, Dubrovnik, skoðað bæi, ósnortnar eyjur, strendur og óbyggðar víkur eða bætt við ferðina og farið líka á tangann Sveti Stefan í Svartfjallalandi. Króatía er full af 14. og 15. aldar kastölum, byggingum og smáþorpum á minjaskrá UNESCO. Í norðurhlutanum finnurðu Zagreb sem einkennist af nýtískulegum kaffihúsum og söfnum sem og Istria sem er lengsti skaginn í Adríahafinu en þar gætir mikilla áhrifa frá Ítalíu í menningu og mat. Í Kringum Króatíu eru einnig yfir 1185 eyjur sem eru umluktar sægrænu hafi þar sem þú getur notað friðsældar og fegurðar. Á eyjunni Hvar er að finna sjarmerandi þorp og hafnir á meðan þú getur fundið guðdómleg fjöll, víngarða og þorp á eyjunni Vis.

Króatía er hreint út sagt unaðsleg, sólin hlý og heimamenn einstaklega vingjarnlegir.