PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Bandaríkin

Bandaríkin eru ótrúlega sjarmerandi og svo margt að sjá. Hvergi annars staðar í heiminum geturðu fundið jafnmörg einstök veitingahús, glæsileg hótel, fjölbreytta stórviðburði og nútímaborgir með tískuvöruverslunum sem og landslags sem eru engu líkt. Hraði einkennir borgir Bandaríkjanna eins og New York, Las Vegas og Washington DC. Þar geturðu svo sannarlega boðið bragðlaukunum upp í dans en öll 50 fylki bandaríkjanna hafa sína einstöku matargerð.

Þú getur líka notið einstaks landslags á borð við Miklagljúfur eða sléttur og engi sem minna á „Húsið á sléttunni” eða „Á hverfandi hveli”. Farðu um Highway 1 á blæjubíl í Kaliforníu eða gistu á lúxus búgörðum í Texas. Bandaríkin bjóða einnig upp á fyrsta flokks sólar og strandarferðir á Hawai, Kaliforníu eða Florida með Miami og Florida Keys í aðalhlutverki.