PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Maldíveyjar

Maldíveyjar eru svo sannarlega himnaríki fyrir ástfangin pör og kafara. Paradís með einkaeyjum og kóralrifjum. Njóttu þess að slaka á og baða þig í sólinni, snorkla eða kafa í kringum kóralrif. Litadýrðin á Maldíveyjum er engu öðru lík með blöndu af glampandi bláum og sægrænum sjó og marglitum kóralbeðum.

Maldíveyjar er einstaklega rómantískur staður og vinsæll áfangastaður fyrir pör í brúðkaupsferðum. Um leið og þú kemur til Maldíveyja muntu sleppa takinu af raunveruleikanum og sökkva þér í algjöra slökun. Hin magnaða fegurð eyjanna fær tímann til að standa í stað og því fullkominn staður til að losa streitu og spennu og njóta þess að vera til.

Maldíveyjar eru sérhannaðar fyrir lúxus frí. Allt frá einkasundlaugum, húsum með gegnsæjum gólfum til að njóta sjávarlífsins og einkastigum til að dýfa sér ofan í sjóinn. Frábær staður til að fara snorkla, kafa, veiða, fara á sjóskíði eða seglbretti og þar fram eftir götunum. Á Maldíveyjum gleymir þú hreinlega hversdagslífinu og sekkur þér í fríið.