PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Víetnam

Víetnam er töfrum líkast og svo ótrúlega margt hægt að upplifa í þessu fallega og söguríka landi. Þú getur sökkt þér í mannlífið í höfuðborg norðursins, Hanoi og snætt bragðgóðan mat á götuveitingastöðum. Siglt á stórfenglegum Halong Bay flóanum og sötrað vín á meðan. Farið í norðurhluta landsins og skoðað hrísgrjónaakra eða tekið siglingu á Mekong ánni. Verslað á litríkum mörkuðum í Hoi An, skellt þér á vespu í höfuðborginni Ho Chi Mingh eða hitt fyrrum hermann sem segir þér sögur úr Víetnam stríðinu við Cu Chi göngin. Þú getur líka baðað þig í sjónum og notið strandarlífsins á stórkostlegum ströndum hjá Nha Trang, Can Dao og Hoi An.

Það er svo margt að sjá og gera í þessu fagra landi. Njóttu þess að láta Víetnam heilla þig upp úr skónum.