PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Portúgal

Í Portúgal muntu njóta þess að sjá krúttleg fiskiþorp, fræga víngarða og fallegar strendur. Portúgal er heillandi land sem er ríkt af gamalli menningararfleifð í bland við nýja heiminn. Höfuðborgin, Lissabon er ein elsta borg Evrópu, þar geturðu uppgötvað einstakan arkitektúr með flísuðum húsum, minjum eins og rómverskum steinum og miðaldra kastala í bland við nútíma arkitektúr, tónlist og næturlíf. Douro dalurinn er á heimsminjaskrá UNESCO þar sem eitt elsta vín heims er framleitt - Portvínið í bland við önnur gæða vín. Heimsóttu Lamego borgina sem er þekkt fyrir töfrandi arkitektúr, 11. aldar kastala, gotneska dómkirkju og óðalssetur frá endurreisnartímanum. Önnur stærsta borg landsins Porto er einstaklega litrík með fallegum húsum, stórum kirkjuturnum, skemmtilegu lífi í kringum ána og litlum þröngum götum sem gaman er að rölta um. Þekktasti sumardvalarstaður Portúgal er Algarve ströndin þar sem frægir golfvellir eru allt í kring. Þrátt fyrir að vera vinsæll strandarstaður þá heldur Algarve samt í sveitarsjarmann og huggulegheitin sem einkenna Portúgal.