PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Tæland

Tæland er stundum nefnt „Land hinna þúsund brosa“ og það er svo sannarlega satt því þú munt brosa allan hringinn eftir dvöl þína þar. Tæland býður upp á ótal möguleika. Í Bangkok iðar allt af lífi og er nóg um að vera þar. Þar geturðu skoðað fjölmörg hof og konungshöllina eða sökkt þér í að prútta við innfædda á götumörkuðum, fengið þér mat hjá grillaranum á horninu eða gætt þér á kokteilum á háhýsabar.

Chiang Mai og Chiang Rai borgirnar eru hornsteinn Norður-Tælands og eru þær fullar af sögu, menningu og sér matargerð og opna einnig leið þína að frjálsum fílum. Suður-Tæland er þekktari fyrir strandlífið. Njóttu þess að fara á einstaka staði og dveldu á fimm stjörnu hóteli á eyjunni Koh Yao Noi eða Phuket. Litríkar strandir, pálmatré og hlýr sjórinn gera Tæland að dásamlegum áfangastað.

Eitt er víst að heimamenn munu taka á móti þér með bros á vör og þú munt brosa af ánægju til baka.