Gleðilegt nýtt ferðaár!

Við hjá Prívat Lúxusferðum Íslands viljum óska ykkur gleðilegs nýs árs með von um farsælt komandi ferðaár. Við þökkum kærlega sýndan áhuga og viðskipti á liðnu ári og förum full tilhlökkunnar inn í nýtt ár.

Í desember síðastliðinn fórum við í annað skipti á ILTM (International Luxury Travel Market) í Cannes og hlökkum við mikið til að kynna ykkur fyrir öllu því sem fyrir augu bar á þessari stærstu lúxus ferðasýningu í heimi.

Hvort sem um ræðir brúðkaupsferð til Maldíveyja eða Bora Bora þar sem þú eyðir nóttunum í kofa yfir kristaltærum sjónum eða skíðaferð í alpana með þínu besta fólki þar sem gist er í brekkunum með útsýni yfir hæsta tind Alpanna að þá getum við svo sannarlega hjálpað.

Endilega hafðu samband ef þig vantar hjálp við að skipuleggja draumaferðina þína!