Perlur Karabíska hafsins

Karabíska hafið er hin fullkomna blanda af sól, ströndum, rommi og tónlist. Yndislegur staður til að njóta lífsins, skemmta sér og slaka á. Í Karabíska hafinu úir allt og grúir af eyjum en uppáhaldseyjarnar okkar eru St Barts, Bandarísku Jómfrúaeyjarnar, St. Martin, Turks & Caicos, Jamaíka, Púertó Ríkó og Kúba.

Eyjarnar í Karabíska hafinu hafa hver sinn einstaka karakter og bjóða upp á breytileika í menningu, matvælum, afþreyingu og veðráttu. En eitt geta þær allar sammælst um en það er afslöppum og ánægja. Dormaðu á fallegum ströndum, röltu um skemmtilega markaði eða sötraðu á kokteilum í fallegu umhverfi.

Jamaíka

Jamaíka er þriðja stærsta eyjan í Karabíska hafinu og er hún talin af mörgum vera sú fegursta á svæðinu með fjölbreyttu og gróðursælu landslagi. Eitt er víst að Jamaíka er stórkostlegur staður og frí þar verða svo sannarlega eftirminnileg. Á Jamaíka er að finna Blue Mountains fjöllin sem ná yfir þvera og endilanga eyjuna en þaðan kemur eitt dýrasta kaffi heims. Umhverfis fjöllin og í regnskógunum eru heimkynni yfir 250 fuglategunda og yfir 3000 tegunda suðrænna planta. Á Jamaíka færðu fyrirtaks romm úr sykurreyr en á meðan á dvöl þinni stendur verður þú líka að prófa þjóðarrétt Jamaíka sem er gerður úr ackee ávextinum og saltfiski. Jamaíka er fyrrum bresk nýlenda og þar geturðu upplifað suðræna paradís með nýlendubyggingum, krikket og síðdegis tei í bland við reggí tónlist sem ómar allt í kring.

Púertó Ríkó

Púertó Ríkó er líflegasta eyjan í Karabíska hafinu. Um fjórar milljónir manna búa á Púertó Ríkó og hafa þau svo sannarlega náð að samræma tónlist og skemmtun inn í líf sitt. Öllum gestum eyjarinnar er boðið að taka þátt í skemmtuninni. Fögur fjöll, regnskógar, hvítar sandstrendur og lifandi menning einkenna Púertó Ríkó. Ólík menning hefur blandast þar saman í gegnum árin og þar með talið karabísk, spænsk, afrísk og bandarísk. Áhrifanna gætir m.a. í sögulegum byggingum og minnismerkjum en einnig í tónlistinni. Þú munt heyra tónlist leikna á bongótrommur, salsa tónlist og svokallaða Reggaeton sem er blanda af hipp hopp, suðuramerískri og karabískri tónlist. Bestu golf- og tennisvellir karabíska hafsins er að finna á Púertó Ríkó ásamt frábærum lúxus strandhótelum og einstökum og friðsælum gistiheimilum.

St. Barts

Við erum að tala um að allt það besta frá Frakklandi hefur verið flutt á þessu litlu eyju í Karabíska hafinu. Franska menningin blandast síðan við karabíska menningu og getur þú fengið dýrindis mat sem er blanda af kreóla og franskri matargerð á veitingastöðum eyjunnar sem fær bragðlaukana heldur betur til að dansa. Unnendur kvikmynda vilja jafnvel sækja St. Barts kvikmyndahátíðina sem er haldin ár hvert í apríl.

St. Martin

St. Martin er eyja í hjarta karabíska hafsins þar sem blandast saman glæsileg spilavíti, suðrænar strendur og seiðandi frumskógur. Njóttu þess að dvelja í heillandi kreólskum sumarhúsum eða stórfenglegum glæsihúsum við ströndina. Baðaðu þig í sólinni en þú hefur um 39 strandir að velja um þar sem þú getur líka snorklað í kristalhreinu vatninu eða drukkið romm-kokteila.

Turks & Caicos

Eyjaklasinn Turks- & Caicos er rómaður fyrir lúxus og friðsæla sumardvalarstaði, hvítar strendur, grænbláan sjó og einstaklega vingjarnlegt fólk. Kóralrifin í kring ná yfir 320 km svæði og laða að sér kafara víðsvegar að sem dáðst að litríkum neðansjávar heiminum. Einungis átta af þeim 40 eyjum sem mynda eyjaklasann eru byggðar en margar af smærri eyjunum eru nú vernduð svæði fyrir dýralíf  þar á meðal fyrir Iguana eðlurnar og skjaldbökur. Yfir 540 ferkílómetra svæði er einnig verndað votlendi með yfir 170 fuglategundum m.a. flamingóa og pelíkana. Það er vel þess virði að fara í ferð og dást að dýralífinu á þessum vernduðu svæðum.

Bandarísku Jómfrúaeyar

Bandarísku Jómfrúaeyjarnar eru einstakar og eru fáir staðar í heiminum sem þú kemst í eins mikla paradís. Eyjarnar samanstanda af St. John, St. Thomas og St. Croix eyjunum sem eru umluktar sægrænu hafi. Njóttu þess að kafa á dýpstu staði hafsins eða taka svifvængjaflug með suðrænum fuglum. Smakkaðu sykurreyr sem er ræktaður á eyjunum, safaríka mangóa og lime. Næturlífið getur orðið ansi villt á eyjunum bæði meðal manna og dýra svo vertu viss um að njóta þess bæði í náttúrunni og í bæjunum. Þannig geturðu upplifað allt það sem eyjarnar hafa upp  á að bjóða.

Kúba

Það er ekkert land í heiminum sem líkist ævintýraeyjunni Kúbu og hefur hún lengi heillað gestið sem þangað koma. Tónlistin, vindlarnir, rommið, hvítar strendurnar eða einfaldlega hið afslappaða og þægilega andrúmsloft sem ríkir á Kúbu.

Havana með sinn gamaldags sjarma með litríkum byggingum og merkilega sögu. Náttúra og tóbaksræktun í Viñales, sykurekrur í litríka bænumTrinidad og undursamlegu hvítu strendur Varadero.

Þrátt fyrir að hafa færst í átt til nútímans síðustu ár er heimsókn til Kúbu ennþá eins og að stíga aftur í tímann í vel varðveitt tímahylki. Hér er að finna ólíka menningarheima með áhrifum frá Afríku og Spáni og bera heimamenn þess glögglega merki.