Komdu með okkur til Marokkó yfir jólin

Nú er ekki seinna vænna en að horfa til næsta veturs og skipuleggja næsta ævintýri. Jólin, tími samveru, eru einstaklega hentugur tími til þess að ferðast með fjölskylduna. Er ekki málið að breyta til og skella sér til Marokkó í stað þess að fara á hinu hefðbundnu ferðamannaströnd. Eftir stutt flug frá Spáni eða Bretlandi ertu komin í aðra veröld sem tekur þig inn í ævintýrið um 1001 nótt.

Í Marokkó er endalaust af ströndum, pálmatrjám, eyðimörkum, dramatískum fjöllum og heillandi menningu. Marrakesh, höfuðborg Marokkó, er ein mest töfrandi borg Afríku; litrík, lífleg og með iðandi mannlíf. Það jafnast ekkert á við það að kíkja á fornfræga markaðstrogið Jamaa el Fna og sjá eldgleypa, slöngur og seiðkarla.

Þó svo að það sé skemmtilegt að þræða framandi markaði þá snýst ferðalag til Marokkó um svo miklu meira en það. Heillastu af stórkostlegu útsýni Atlas fjallanna; með sínar stórbrotnu fjallshlíðar, djúpu gljúfur, kletta, dali og vötn. Upplifðu volduga og endilausa Sahara eyðimörkina, annað hvort á úlfalda eða í eyðimerkursafarí. Kíktu á lítil smáþorp, drekktu myntu-te, farðu í Hammam gufubað eða flatmagaðu á ströndinni í Agadir.  

Í Morokkó færðu meira fyrir peninginn og getum við hjálpað þér að skipuleggja þitt draumaferðalag með fjölskyldunni á sanngjörnu verði.