Frábærar móttökur og ILTM á næsta leiti

Við tókum þá ákvörðun í upphafi að fara hægt af stað og láta orðsporið eitt og sér sjá um að koma okkur áfram og hefur það gengið vonum framar. Móttökurnar sem við höfum fengið frá því við byrjuðum í vor hafa verið frábærar og í raun algjörlega ómetanlegar.

Þessi frábæra byrjun sem fyrsta prívat- og lúxusferðaskrifstofa Íslands er einnig að vekja athygli erlendis og hefur okkur verið boðið á eina af virtustu sölusýningu heims í prívat- og lúxusferðamennsku, International Luxury Travel Market í Cannes (ILTM). Við erum talin vera vinna frumkvöðlastarf á þessum vettvangi hér á landi og er mikill heiður að fá boð á þessa sýningu og vera þar með fyrsta íslenska ferðaskrifstofan sem fer á þessa sýningu sem kaupendur.

Á ILTM má finna hlaðborð af ótrúlegum prívat- og lúxusferðum og höldum við þangað í desember sem bæði seljendur (Private Travel Iceland) og kaupendur (Prívat Lúxusferðir Íslands). Við erum ótrúlega stolt af því að vera komin í hringiðju ferðaþjónustunnar á hæsta stigi og geta boðið Íslendingum uppá ferðir sem fáir, ef einhverjir, á Íslandi geta boðið uppá. Með þessu ætlum við að halda áfram að færa íslenska ferðaþjónustu á hæsta stig og gefa ykkur tækifæri til að upplifa allan þann lúxus sem til er, en fáir vita af.

Við viljum þakka kærlega fyrir móttökurnar og leyfum ykkur að fylgjast með þeim nýjungum sem við fáum að kynnast á ILTM í Cannes í desember.

Þakkarkveðjur,

Starfsfólk Prívat Lúxusferða Íslands