PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Turks & Caicos

Eyjaklasinn Turks- & Caicos er rómaður fyrir lúxus og friðsæla sumardvalarstaði, hvítar strendur, grænbláan sjó og einstaklega vingjarnlegt fólk. Kóralrifin í kring ná yfir 320 km svæði og laða að sér kafara víðsvegar að sem dáðst að litríkum neðansjávar heiminum. Einungis átta af þeim 40 eyjum sem mynda eyjaklasann eru byggðar en margar af smærri eyjunum eru nú vernduð svæði fyrir dýralíf  þar á meðal fyrir Iguana eðlurnar og skjaldbökur. Yfir 540 ferkílómetra svæði er einnig verndað votlendi með yfir 170 fuglategundum m.a. flamingóa og pelíkana. Það er vel þess virði að fara í ferð og dást að dýralífinu á þessum vernduðu svæðum.