PRÍVAT LÚXUSFERÐIR ÍSLANDS

Kenía

Ef þú nefnir orðið safarí er Masai Mara þjóðgarðurinn í Keníu yfirleitt það fyrsta sem kemur upp í hugann. Þegar þú ferðast um undraverðar gresjur Masai Mara eru yfirgnæfandi líkur á að þú sjáir ógrynni af villtum dýrum í sínu náttúrulega umhverfi. Við erum að tala um nashyrninga, ljón, flóðhesta, sebrahesta og gíraffa til að nefna einhver. Hversu dásamlegt er að upplifa heim dýranna með eigin skilningarvitum í ævintýralegri safaríferð áður en haldið er í 5 stjörnu tjaldbúðirnar þínar með tilheyrandi lúxus. Kenía er ekki einungis þekkt fyrir magnað og fjölbreytt dýralíf heldur er hinn stórmerki ættbálkur Masaai einnig að finna í Keníu ásamt unaðslegum hvítum ströndum og túrkísbláum sjónum (hugsaðu um Zanzibar bara án ferðamannafjöldans).